Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Opið frá 1. júní til 1. sept­em­ber.

Stað­setn­ing

Tjald­svæð­ið við Skála­braut í Mos­fells­bæ er stað­sett í hjarta bæj­ar­ins, norð­an við íþróttamið­stöð­ina á Varmár­svæð­inu, með fal­legu út­sýni yfir neðri hluta Varmár, Leir­vog­inn og Leir­vogs­ána.


Að­staða

  • Á tjald­stæð­inu er að­staða fyr­ir tjöld, tjald­vagna, felli­hýsi, hjól­hýsi og hús­bíla.
  • Tjald­stæð­ið er við Varmár­skóla og Varmár­laug og er bað­að­staða í laug­inni.
  • Við tjald­stæð­ið er sal­ern­is­að­staða, vatn og raf­magn.
Verðskrá tjaldstæðis
Aðgangur

Fullorðnir

1.500 kr. pr. nótt

Ellilífeyrisþegar

1000 kr. pr. nótt

Börn undir 12 ára aldri

Frítt

Rafmagn

Almennt verð

1000 kr.

Ellilífeyrisþegar 

500 kr.


Um­sjón

Tjald­svæð­ið er í um­sjá starfs­manna Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar. Ekki er full gæsla á svæð­inu og ekki næt­ur­varsla.

Gest­ir geta greitt tjald­svæða­vörð­um þeg­ar þau koma á svæð­ið tvisvar á dag, þess á milli þarf að fara í af­greiðslu sund­laug­ar­inn­ar að Varmá og greiða dval­ar­gjöld þar.

Neyð­arsími: 690-9297


Regl­ur og hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar

  • Tjald­svæð­ið er fjöl­skyldu­svæði og yngri en 18 ára skulu vera með for­ráða­manni. Við sér­stak­ar að­stæð­ur geta ald­urstak­mörk ver­ið hærri.
  • Bann­að er að tæma ferða­sal­erni í sal­erni tjald­svæð­is­ins. Það skal gert á stöð­um með að­stöðu til þess.
  • Gest­um ber að greiða dval­ar­gjöld eins fljótt og auð­ið er við komu á tjald­svæð­ið.
  • Um­ferð öku­tækja á tjald­svæð­inu á að vera í lág­marki og er tak­mörk­uð við akst­ur inn og út af svæð­inu.
  • Ekki má rjúfa næt­ur­kyrrð, vera með há­reysti eða valda óþarfa há­vaða með um­ferð eða öðru.
  • Virða ber næt­ur­kyrrð milli kl. 23:00 og 08:00.