Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. desember 2017

Frá og með 1. janú­ar 2018 færist fram­kvæmd og greiðsla hús­næð­is­bóta til Íbúðalána­sjóðs.

Vinnu­mála­stofn­un mun af­greiða öll er­indi til og með 31. des­em­ber 2017 en eft­ir það er um­sækj­end­um bent á að beina fyr­ir­spurn­um vegna hús­næð­is­bóta til Íbúðalána­sjóðs.

Íbúðalána­sjóð­ur hef­ur það að mark­miði að yf­ir­færsl­an verði sem ein­föld­ust og þægi­leg­ust fyr­ir um­sækj­end­ur. Fram­kvæmd og greiðsla hús­næð­is­bóta mun vera með sama hætti og áður en helsta breyt­ing­in er að eft­ir 1. janú­ar 2018 ber að beina fyr­ir­spurn­um um hús­næð­is­bæt­ur til Íbúðalána­sjóðs, Ár­torgi 1, 550 Sauð­ár­króki eða í síma 569-6900. Að­alskrif­stof­ur Íbúðalána­sjóðs eru að Borg­ar­túni 21, 105 Reykja­vík og er einn­ig hægt að beina er­ind­um þang­að.

Áréttað er að um­sækj­end­ur þurfa ekki að end­ur­nýja um­sókn­ina sína um ára­mót­in ef gild um­sókn er fyr­ir hendi og leigu­tíma­bili er ekki lok­ið sam­kvæmt um­sókn. Stefni um­sækj­andi á að leigja áfram í leigu­hús­næð­inu en leigu­samn­ing­ur­inn er tíma­bund­inn og renn­ur út um ára­mót­in verð­ur að end­ur­nýja leigu­samn­ing­inn og þing­lýsa að nýju til að eiga áfram rétt á hús­næð­is­bót­um. Um­sækj­end­ur sem skipta um leigu­hús­næði um ára­mót­in verða hins veg­ar að sækja um aft­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00