Frá og með 1. janúar 2018 færist framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs.
Vinnumálastofnun mun afgreiða öll erindi til og með 31. desember 2017 en eftir það er umsækjendum bent á að beina fyrirspurnum vegna húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs.
Íbúðalánasjóður hefur það að markmiði að yfirfærslan verði sem einföldust og þægilegust fyrir umsækjendur. Framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta mun vera með sama hætti og áður en helsta breytingin er að eftir 1. janúar 2018 ber að beina fyrirspurnum um húsnæðisbætur til Íbúðalánasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða í síma 569-6900. Aðalskrifstofur Íbúðalánasjóðs eru að Borgartúni 21, 105 Reykjavík og er einnig hægt að beina erindum þangað.
Áréttað er að umsækjendur þurfa ekki að endurnýja umsóknina sína um áramótin ef gild umsókn er fyrir hendi og leigutímabili er ekki lokið samkvæmt umsókn. Stefni umsækjandi á að leigja áfram í leiguhúsnæðinu en leigusamningurinn er tímabundinn og rennur út um áramótin verður að endurnýja leigusamninginn og þinglýsa að nýju til að eiga áfram rétt á húsnæðisbótum. Umsækjendur sem skipta um leiguhúsnæði um áramótin verða hins vegar að sækja um aftur.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði