Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum aðilum sem náðu í lok desember að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og stela þaðan upplýsingum sem þar var að finna.
Í ljós hefur komið að þau gögn sem aðilarnir komust yfir tengdust akstursþjónustu fatlaðs fólks sem og eldri borgara sem Strætó hefur sinnt fyrir hönd Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness á tímabilinu 2014-2021.
Mosfellsbær fylgist áfram náið með framvindu málsins.