Þrettándahátíðarhöld í Mosfellsbæ hafa alltaf verið stór í sniðum en verða lágstemmdari í ár.
Hefðbundin skrúðganga, lúðrablástur, bálköstur, álfadans og tónlistaratriði bíða betri tíma.
Íbúar geta hins vegar notið glæsilegrar flugeldasýningar sem Björgunarsveitin Kyndill annast fyrir Mosfellsbæ. Flugeldasýningin hefst kl. 20:00 þann 6. janúar og skotið verður frá veginum að Lágafellskirkju en ekki gert ráð fyrir umferð að skotstaðnum til að forðast hópamyndun.
Grýla og Leppalúði kveðja þangað til á næsta ári, álfakóngur og álfadrottning halda til sinna heima og kennarar úr Skólahljómsveitinni blása skært í lúðra.