Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2018

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2019-2022 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 31. októ­ber.

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2019-2022 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 31. októ­ber. Fjár­hags­áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að tekj­ur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyr­ir fjár­magnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjár­magnslið­ir 620 m.kr. Sam­kvæmt áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur verði 559 m.kr., að fram­kvæmd­ir nemi 1.820 m.kr. og að íbú­um fjölgi um tæp­lega 5% milli ára.

Helga­fells­skóli til starfa í janú­ar 2019

Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að fram­legð verði 13% og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 1.352 m.kr. eða um 11%. Gert er ráð fyr­ir að skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um lækki enn og að skulda­við­mið skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um verði 99,5% í árslok 2019.

Á næsta ári verða stærstu nýju inn­viða­verk­efn­in ann­ars veg­ar fram­kvæmd­ir við bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss með það að mark­miði að starf­semi hefj­ist í hús­inu haust­ið 2019 og hins veg­ar að halda áfram fram­kvæmd­um við Helga­fells­skóla en starf­semi hefst í fyrsta áfanga skól­ans í janú­ar 2019.

Aukin þjón­usta við barna­fjöl­skyld­ur

Sam­kvæmt áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að kom­ið verði á fót 20 nýj­um pláss­um á leik­skól­um fyr­ir 12-18 mán­aða börn og áfram verði var­ið veru­leg­um fjár­mun­um til frek­ari upp­lýs­inga- og tækni­mála og ann­arra verk­efna til að bæta að­stöðu í grunn- og leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

Á sviði fjöl­skyldu­mála er lagt til að tekin verði upp frí­stunda­á­vís­un fyr­ir 67 ára og eldri og að fram­lög til af­slátt­ar á fast­eigna­gjöld­um til tekju­lægri elli- og ör­orku­þega hækki um 25%.

Verk­efn­ið Okk­ar Mosó end­ur­tek­ið

Á sviði menn­ing­ar­mála er lagt til að fram­lag í lista- og menn­ing­ar­sjóð hækki um 20% og að á sviði fræðslu­mála verði aukn­um fjár­mun­um var­ið til efl­ing­ar á stoð­þjón­ustu í skól­um.

Á sviði um­hverf­is­mála verða fram­lög aukin til við­halds húsa og lóða bæj­ar­ins og kallað eft­ir til­lög­um íbúa í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó.

Lækk­un gjalda

Ekki er gert ráð fyr­ir al­mennri hækk­un gjald­skráa fyr­ir veitta þjón­ustu og lækka gjald­skrár því að raun­gildi milli ára fjórða árið í röð auk þess sem leik­skóla­gjöld lækka um 5%. Loks er lagt til að álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­skatts, frá­veitu- og vatns­gjalds verði lækk­uð um 7%.

Áætl­un­in verð­ur nú unn­in áfram og lögð fram í fag­nefnd­um bæj­ar­ins. Seinni um­ræða um áætl­un­ina fer fram mið­viku­dag­inn 28. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Rekst­ur og starf­semi í góðu horfi

„Það er okk­ur Mos­fell­ing­um ánægju­efni að rekst­ur og starf­semi Mos­fells­bæj­ar er nú sem áður í góðu horfi. Sveit­ar­fé­lag­ið vex og dafn­ar sem aldrei fyrr, rekst­ur­inn er skil­virk­ur og starfs­fólk okk­ar stend­ur sig vel í að veita íbú­um og við­skipta­vin­um okk­ar þjón­ustu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. „Fram­tíð­ar­sýn okk­ar er sú að Mos­fells­bær sé fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.“

Þarf sterk bein til að þola góða tíma

„Til að þessi fram­tíð­ar­sýn gangi eft­ir þarf að ríkja jafn­vægi í rekstr­in­um og gæta þess að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins sé efna­hags­lega, fé­lags­lega og um­hverf­is­lega sjálf­bær. Fjár­hags­áætlun árs­ins 2019 end­ur­spegl­ar áhersl­ur sem færa okk­ur nær þess­ari fram­tíð­ar­sýn. Sam­an­tek­ið er stað­an hjá Mos­fells­bæ sú að íbú­um fjölg­ar, tekj­ur aukast, skuld­ir lækka, álög­ur á íbúa og fyr­ir­tæki lækka, þjón­usta við íbúa og við­skipta­vini eykst, inn­við­ir eru byggð­ir upp til að mæta fram­tíð­ar­þörf­um en sam­hliða er rekstr­araf­gang­ur af starf­sem­inni. Þetta er um margt öf­undsverð staða en um leið mik­il­vægt að muna að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og ég tel að með fjár­hags­áætlun árs­ins 2019 sé lagð­ur grunn­ur að enn far­sælli fram­tíð í Mos­fells­bæ,“ seg­ir Har­ald­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00