Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.
Fundurinn var hluti af vinnu við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ sem snýr að þáttum eins og mati á stafrænum lausnum í starfsemi Mosfellsbæjar, rekstri og ráðstöfun fjármuna og mati á stjórnkerfi og verkaskiptingu.
Í kjölfar fundarins hefur verið opnuð samráðsgátt í viðmóti sem flest þekkja frá verkefninu Okkar Mosó. Hægt verður að senda inn hugmyndir næstu tvær vikurnar.
Tengt efni
Opinn íbúafundur mánudaginn 27. júní 2022
Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.
Viðspyrna og þjónusta við íbúa tryggð í skugga heimsfaraldurs
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 25. nóvember.
Opinn fundur um drög að nýrri umhverfisstefnu
Opinn fundur um drög að nýrri umhverfisstefnu verður haldinn í framhaldsskóla Mosfellsbæjar, fimmtudaginn 16. maí kl. 17:00 – 19:00.