Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.
Markaðurinn er ætlaður öllu því listafólki sem hefur áhuga á að selja list sína á sameiginlegri sýningu sem opnar þann 23. nóvember og stendur til 20. desember.
Mosfellskt listafólk er sérstaklega hvatt til að sækja um.
Áhugasöm eru beðin um að senda umsókn á mos.is/listamarkadur ásamt ljósmyndum af verkum.
Umsókn:
Skráningu fyrir markaðinn lýkur 4. nóvember.