Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Átakið er haldið í beinu framhaldi af Íþróttaviku Evrópu og styrkt af Evrópusambandinu. Markmiðið átaksins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota sund til þess.
Á síðasta ári syntu þátttakendur rúmlega 20 hringi í kringum landið.
Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þau sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Tengt efni
Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar á Íslandi fyrir hreyfihamlaða
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð