Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. september 2022

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) aug­lýsa eft­ir um­sókn­um um styrki úr sjóðn­um Sól­eyju vegna ný­sköp­un­ar- og sam­starfs­verk­efna, ann­ars veg­ar á sviði vel­ferð­ar- og sam­fé­lags og hins veg­ar á sviði um­hverf­is- og sam­göngu­mála.

Með­al áherslu­verk­efna í Sókn­aráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024 eru ný­sköp­un­ar- og sam­starfs­verk­efni á sviði vel­ferð­ar- og sam­fé­lags og ætl­un­in með styrk­veit­ing­un­um er að hvetja til þát­töku at­vinnu­lífs­ins í slík­um ný­sköp­un­ar­verk­efn­um og styðja við verk­efni sem tengja sam­an at­vinnu­líf og sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með það að mark­miði að efla sam­st­arf þess­ara að­ila. Í ljósi þessa mark­miðs verða að­eins veitt­ir styrk­ir til lög­að­ila, en ekki ein­stak­linga.

Fjár­mun­ir til út­hlut­un­ar úr sjóðn­um vegna þessa verk­efn­is eru nú 5,0 millj­ón­ir kr. Há­marks­fjár­hæð út­hlut­un­ar til ein­stakr­ar styrk­umsókn­ar er 1,0 millj­ón kr.

Með um­sókn skal jafn­framt fylgja 8-12 glæru kynn­ing á pdf-formi (pitch deck) þar sem fram kem­ur:

  • Rök­stuðn­ing­ur þess að verk­efni það sem sótt er um styrk vegna sé ný­sköp­un­ar­verk­efni á sviði vel­ferð­ar- og sam­fé­lags og til þess fall­ið að tengja sam­an at­vinnu­líf og sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og efla sam­st­arf þeirra.
  • Grein­argóð lýs­ing á verk­efn­inu sem sótt er um styrk vegna, auk verk- og tíma­áætl­un­ar.
  • Fjár­hags­áætlun (kostn­að­ar- og tekju­áætlun), auk upp­lýs­inga um aðra fjár­mögn­un sé hún til stað­ar.
  • Rök­stuðn­ing­ur þess að um­sækj­end­ur hafi fag­lega og fjár­hags­lega getu til að hrinda verk­efn­inu í fram­kvæmd.

Sé um­sókn ekki til sam­ræm­is við fram­an­greint verð­ur hún ekki tekin til efn­is­legr­ar með­ferð­ar.

Um­sókn­ar­frest­ur um styrki úr sjóðn­um er til og með 3. októ­ber 2022.

Ákvörð­un um út­hlut­un mun liggja fyr­ir eigi síð­ar en 20. nóv­em­ber 2022.

Út­hlut­un­ar­nefnd áskil­ur sér rétt til að leggja til að öll­um um­sókn­um verði hafn­að.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar á net­fang­ið ssh@ssh.is eða í síma sam­tak­anna 564-1788.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00