Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna, annars vegar á sviði velferðar- og samfélags og hins vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála.
Meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 eru nýsköpunar- og samstarfsverkefni á sviði velferðar- og samfélags og ætlunin með styrkveitingunum er að hvetja til þáttöku atvinnulífsins í slíkum nýsköpunarverkefnum og styðja við verkefni sem tengja saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að efla samstarf þessara aðila. Í ljósi þessa markmiðs verða aðeins veittir styrkir til lögaðila, en ekki einstaklinga.
Fjármunir til úthlutunar úr sjóðnum vegna þessa verkefnis eru nú 5,0 milljónir kr. Hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,0 milljón kr.
Með umsókn skal jafnframt fylgja 8-12 glæru kynning á pdf-formi (pitch deck) þar sem fram kemur:
- Rökstuðningur þess að verkefni það sem sótt er um styrk vegna sé nýsköpunarverkefni á sviði velferðar- og samfélags og til þess fallið að tengja saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og efla samstarf þeirra.
- Greinargóð lýsing á verkefninu sem sótt er um styrk vegna, auk verk- og tímaáætlunar.
- Fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), auk upplýsinga um aðra fjármögnun sé hún til staðar.
- Rökstuðningur þess að umsækjendur hafi faglega og fjárhagslega getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd.
Sé umsókn ekki til samræmis við framangreint verður hún ekki tekin til efnislegrar meðferðar.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til og með 3. október 2022.
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 20. nóvember 2022.
Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að leggja til að öllum umsóknum verði hafnað.
Nánari upplýsingar eru veittar á netfangið ssh@ssh.is eða í síma samtakanna 564-1788.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024