Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna á fundi sem haldinn var í Listasal Mosfellsbæjar.
Styrkirnir eru í formi launa yfir sumartímann og ungmenni sem hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrk til nefndarinnar.
Markmið Mosfellsbæjar með styrknum er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Mosfellsbæ vegna æfinga eða keppni, skipulagi eða annarra þátta sem tengist íþrótt þeirra, tómstundum eða listum.
Í ár bárust íþrótta- og tómstundanefnd 12 umsóknir. Allir umsækjendur voru sannarlega vel að styrk komnir og því ekki létt verk velja á milli umsókna sem byggir á gildandi úthlutunarreglum.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir umsóknirnar og óskar bæði styrkhöfum og umsækjendum velfarnaðar í leik og starfi.
Styrkhafar árið 2024 eru sjö talsins og eru eftirfarandi:
- Berglind Erla Baldursdóttir, golf
- Daníel Bæring, handbolti
- Eberg Óttarr Elefsen, trompet
- Oddný Þórarinsdóttir, fiðla
- Skarphéðinn Hjaltason, júdó
- Sól Snorradóttir, hjólreiðar
- Stefán Magni Hjartarson, handbolti
Mynd: Erla Edvardsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar með styrkhöfum ársins 2024. Á myndina vantar Stefán Magna Hjartarson en Elísabet Guðmundsdóttir tók við styrknum fyrir hans hönd.
Tengt efni
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024
Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar afhentur í Hlégarði
Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar var afhentur í Hlégarði fimmtudaginn 27. júní.
Styrkir úr Klörusjóði afhentir 12. júní 2024
Miðvikudaginn 12. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.