Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2022

Á dög­un­um veitti íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar styrki til ungra og efni­legra ung­menna.

Styrk­irn­ir eru í formi launa yfir sum­ar­tím­ann og eru greidd­ir í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Mark­mið­ið er að gefa ein­stak­ling­um sem að skara fram úr færi á að stunda sína list, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Við val­ið er stuðst við regl­ur sem byggja á vilja Mos­fells­bæj­ar til að koma til móts við ung­menni sem að vegna list­ar, íþrótt­ar eða tóm­stund­ar sinn­ar eiga erfitt með að vinna laun­uð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir sum­ar­tím­ann.

Í ár bár­ust 17 um­sókn­ir. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar öll­um sem sóttu um og ósk­ar þeim velfarn­að­ar í leik og starfi.

Styrk­haf­ar árið 2022 eru:

  • Aron Ingi Há­kon­ar­son (golf)
  • Brynj­ar Vign­ir Sig­ur­jóns­son (hand­bolti)
  • Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir (Knatt­spyrna)
  • Sig­ríð­ur Ragn­ars­dótt­ir (List­d­ans)
  • Skarp­héð­inn Hjalta­son (júdó)
  • Þor­steinn Leó Gunn­ars­son ( hand­bolti)

Á mynd­ina vant­ar Brynj­ar og Þor­stein.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00