Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. nóvember 2018

Mos­fells­bær vek­ur at­hygli á rétti fatl­aðs fólks 18 ára og eldra með lög­heim­ili í bæn­um til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um mál­efni fatl­aðs fólks.

Markmið styrkj­anna er að auð­velda fötl­uðu fólki að verða sér úti um þekk­ingu og reynslu og auka mögu­leika sína til virkr­ar þátt­töku í sam­fé­lag­inu.

Heim­ilt er að veita styrki til greiðslu náms­kostn­að­ar sem ekki er greidd­ur sam­kvæmt ákvæð­um ann­arra laga, enda telj­ist nám­ið hafa gildi sem hæf­ing eða end­ur­hæf­ing. Einn­ig er heim­ilt að veita styrk til verk­færa- og tækja­kaupa vegna heima­vinnu eða sjálf­stæðr­ar starf­semi, enda telj­ist starf­sem­in hafa gildi sem fé­lags­leg hæf­ing eða end­ur­hæf­ing sem miði að því að auð­velda fötluð fólki að skapa sér at­vinnu.

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 5. des­em­ber 2018.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00