Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2022.
Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar.
Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:
- Fjárframlög til almennrar listastarfsemi.
- Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 9. mars 2022 á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Niðurstöður menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en í lok marsmánaðar 2022 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.