Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.
Öll ungmenni á aldrinum 16–20 ára, (f. 1999, 2000, 2001 og 2002) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Markmið styrksins er meðal annars að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Skilafrestur umsókna er til og með 29. mars 2019.
Sótt er um rafrænt á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Athygli er vakin á að að unglingum á aldrinum 13–15 ára (f. 2003, 2004 og 2005) sem taka þátt í til dæmis landsliðsverkefnum og/eða verkefnum fyrir félög/félagasamtök á vinnutíma vinnuskóla verður gefinn sá möguleiki að sækja formlega um leyfi á launum á þeim tíma sem að verkefnið varir. Skilyrði er að viðkomandi verði skráður í vinnu í Vinnuskóla Mosfellsbæjar og skili þar lágmarks vinnuframlagi.
Tengt efni
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2023
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2023.
Styrkir úr Klörusjóði afhentir
Þriðjudaginn 20. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum 2023
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í sveitarfélaginu verði í boði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir leigjendur sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum.