Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. mars 2022

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um.

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um vegna út­hlut­un­ar styrkja til efni­legra ung­menna sem leggja stund á íþrótt­ir, tóm­stund­ir eða list­ir yfir sum­ar­tím­ann.

Öll ung­menni á aldr­in­um 16-20 ára, (f. 2002, 2003, 2004 og 2005) með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sér­staka hæfi­leika á sínu sviði geta sótt um styrk­inn.

Markmið styrks­ins er með­al ann­ars að gefa ein­stak­ling­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa frá bæn­um á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Mos­fells­bæ og greitt í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Sótt er um ra­f­rænt á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Skila­frest­ur um­sókna er til og með 15. mars 2022.

At­hygli er vakin á að ung­ling­um á aldr­in­um 13-15 ára (f. 2006, 2007 og 2008) sem taka þátt í til dæm­is lands­liðs­verk­efn­um og/eða verk­efn­um fyr­ir fé­lög/fé­laga­sam­tök á vinnu­tíma vinnu­skóla verð­ur gef­inn sá mögu­leiki að sækja form­lega um leyfi á laun­um á þeim tíma sem að verk­efn­ið var­ir. Skil­yrði er að við­kom­andi verði skráð­ur í vinnu í Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar og skili þar lág­marks vinnu­fram­lagi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00