Fræðslusvið í samvinnu við fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill benda foreldrum á að boðið er upp á stuðning fyrir börn með sérþarfir inn á þau sumarnámskeið sem í boði eru í Mosfellsbæ.
Anna Birna Guðlaugardóttir þroskaþjálfi og kennari við Klettaskóla hefur yfirumsjón með þeim stuðning. Ef hefðbundin sumarnámskeið henta ekki börnunum er hægt að óska eftir sérúrræðum.
Foreldrum þeirra barna er hefja skólagöngu í haust er sérstaklega bent á þetta úrræði sem stendur þeim og öllum öðrum grunnskólabörnum á yngsta stigi og miðstigi til boða.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.