Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2010

Laug­ar­dag­inn 23. okt. 2010 lagði 85 manna hóp­ur (kenn­ar­ar og ann­að starfs­fólk Varmár­skóla) land und­ir fót og hélt til Boston.

Til­gang­ur far­ar­inn­ar var að kynna sér skólast­arf á þess­um slóð­um. Hér á eft­ir birt­ist ferða­saga hóps­ins:

Fyrstu dag­ana dvöld­um við í bæn­um Leom­inster sem er u.þ.b. 50 km. fjar­lægð frá Boston. Það­an fór­um við svo í fjór­um hóp­um í skóla­heim­sókn­irn­ar.  Við Fitchburg State Uni­versity stunda um 7000 nem­end­ur nám þar af 1100 í grunn- og fram­halds­skóla og eru þeir nem­end­ur í æf­inga­deild fyr­ir kenn­ara­nám skól­ans. Við feng­um góða leið­sögn um svæð­ið en á 90 ha. svæði skól­ans eru 32 bygg­ing­ar. Hluti hóps­ins sat svo morg­un­fund með kenn­ara­nem­um og fékk að sitja kennslu­st­und með þeim. Hinir skoð­uðu þann hluta skól­ans þar sem yngri börn­um grunn­skól­ans er kennt. Að lok­um fór svo all­ur hóp­ur­inn í fyr­ir­lestr­ar­sal og fékk kynn­ingu á því hvern­ig list­námi og bók­námi er fléttað sam­an á afar skemmti­leg­an hátt.

Brom­field­skól­inn í Har­vard er fyr­ir nem­end­ur í 1. – 12. bekk . Mik­il áhersla er einn­ig  lögð á list­nám í þess­um skóla. Skól­inn er í tveim­ur bygg­ing­um (yngri deild  1. – 5. bekk­ur og eldri deild 6. – 12. bekk­ur)  Þarna feng­um við kynn­ingu á starfi skól­ans og líka að fylgjast með nem­end­um í kennslu­stund­um.

Í Hildreth Element­ary School í Har­vard eru nem­end­ur á aldr­in­um 5 – 10 ára. Í skól­an­um er áhersla lögð á ein­stak­lings­mið­að nám. Skemmti­leg­ur skóli í fal­legu um­hverfi. Sér­staka at­hygli vakti hve nem­end­ur skól­anna voru ófeimn­ir við að svara spurn­ing­um okk­ar og jafn­vel að standa upp og kynna verk­efni sín.

Alls stað­ar var okk­ur afar vel tek­ið. T.d. buðu for­eldr­ar og starfs­fólk Brom­field skól­ans öll­um hópn­um til há­deg­is­verð­ar á sunnu­deg­in­um 24. okt., sóttu okk­ur á hót­el­ið á einka­bíl­um  og að lokn­um máls­verði var ekið með okk­ur um bæ­inn og ná­grenni hans.

Á þriðja starfs­degi vor­um við komin til Boston og skipt­ist hóp­ur­inn þá í nokkra hópa. Einn þeirra fór í Josiah Quincy Element­ary School í Kína­hverfi Boston en þar eru 70% barn­anna af asísk­um upp­runa, 17% frá S-Am­er­íku og 11% frá lönd­um Afr­íku. Al­þjóð­leg­ur leik- og grunn­skóli. Að­r­ir fóru á söfn t.d. Vís­inda­safn­ið í Boston og Þjóð­menn­ing­arsafn­ið sem er í einni bygg­ingu Har­var­dhá­skól­ans í Cambridge og nokkr­ir fóru í skoð­un­ar­ferð um borg­ina á far­ar­tæki frá síð­ari heimstyrj­öld sem bæði er hægt að aka og sigla. Hóp­ur­inn kom svo heim eft­ir mjög vel heppn­aða ferð að morgni 30. okt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00