Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2024

Það var einkar góð stemm­ing í Hlé­garði síð­deg­is í gær. Starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar, sem hef­ur ann­að móð­ur­mál en ís­lensku, var boð­ið í kaffispjall og boð­inn að­gang­ur að smá­for­rit­inu Bara tala.

Síðla hausts sam­þykkti bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar til­lögu þess efn­is að á nýju ári yrði öllu starfs­fólki sveit­ar­fé­lags­ins af er­lend­um upp­runa veitt­ur gjald­frjáls að­gang­ur að hinni ný­stár­legu og skemmti­legu ís­lensku­kennslu Bara tala. Á þenn­an upp­hafs­við­burð mættu um 35 starfs­menn frá 14 þjóðlönd­um og hófu þar með þátt­töku í verk­efn­inu.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri ávarp­aði starfs­fólk­ið og þakk­aði kær­lega fyr­ir áhug­ann á að læra ís­lensku en hjá Mos­fells­bæ starf­ar fólk frá yfir 25 lönd­um, með fjöl­breytta og mik­il­væga reynslu sem nýt­ist víðs­veg­ar á vinnu­stöð­um sveit­ar­fé­lags­ins. ,,Það er okk­ur öll­um mik­il­vægt að ýta und­ir góð og gagn­leg sam­skipti í vinn­unni og tungu­mál­ið okk­ar er ein af for­send­um þess“ seg­ir Regína. ,,Við erum sann­færð um að snjall­for­rit­ið Bara tala muni nýt­ast vel við að þjálfa upp enn betri færni í að skilja, tala og nota ís­lenskt mál, bæði í vinnu og einka­lífi“

Í fram­hald­inu kynntu þeir Guð­mund­ur Auð­uns­son og Jón Gunn­ar Þórð­ar­son frá Bara tala for­rit­ið fyr­ir við­stödd­um og hvöttu ein­dreg­ið til dag­legr­ar notk­un­ar, jafnt heima sem og í vinn­unni.

Jón Gunn­ar seg­ir: „Við í Bara tala erum him­in­lif­andi með sam­starf­ið við Mos­fells­bæ. Í dag komu fjöl­marg­ir er­lendra starfs­manna frá Mos­fells­bæ sam­an. Mos­fell­ing­ar frá Gana, Bras­ilíu, El Sal­vador, Úg­anda, Póllandi, Úkraínu, Kína, Ung­verjalandi, Rússlandi og Búlga­ríu og það sem þau áttu öll sam­eig­in­legt er vilji þeirra til að læra ís­lensku. Það er á svona stundu sem mað­ur fyll­ist þakklæti. Ís­lenska með hreim er tákn um hug­rekki“.

For­rit­ið Bara tala er nokk­urs­kon­ar sta­f­rænn ís­lensku­kenn­ari sem bygg­ir á gervi­greind og ís­lenskri mál­tækni.  Smá­for­rit­ið bíð­ur bæði upp á starfstengt ís­lensku­nám og grunn­nám­skeið í ís­lensku fyr­ir vinnu­staði með því að nota sjón­ræn­ar vís­bend­ing­ar og mynd­ir svo not­end­ur geti auð­veld­lega bætt orða­forða sinn, hlust­un­ar­færni og hag­nýtt minni, sem þeg­ar fram í sæk­ir get­ur auk­ið sjálfs­traust þeg­ar ís­lenska er töluð.

Á næstu mán­uð­um er lík­legt að ís­lensku­þjálf­un verði í for­grunni víða um Mos­fells­bæ. Á fund­in­um kom fram mik­il­vægi þess að sam­starfs­fólk og að­r­ir temji sér þol­in­mæði til að hlusta á fólk sem er að spreyta sig á ís­lensku með því að „bara hlusta”.

Mynd 1: Rosa Delmi Noemy Ponce Lopez, Pim­per­nel Wern­as, Olha Kovalenko, Pim­per­nel Verwij­nen, Iryna Belozor og Enoch Osei.
Mynd 2: Yf­ir­lits­mynd af hópn­um í Hlé­garði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00