Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. júní 2022

Tek­in hef­ur ver­ið ákvörð­un um að 1. hæð Kvísl­ar­skóla verði lok­uð frá og með næsta hausti og að kennt verði í laus­um stof­um á lóð skól­ans.

Lögð verð­ur áhersla á það í fyrsta áfanga að inn­rétta and­dyri og sal­erni skól­ans. Í ljósi ábend­inga frá bæði skóla­stjórn­end­um og verk­tök­um hef­ur ver­ið ákveð­ið að gera breyt­ingu á áfanga­skipt­ingu verk­efn­is­ins í Kvísl­ar­skóla með þess­um hætti.

Nið­urrifi á 1. hæð er lok­ið að 95% og skemmt bygg­ing­ar­efni hef­ur nú ver­ið fjar­lægt. Nú er unn­ið að því að ljúka við hreins­un á eldri lögn­um, frauði og eldri lagna­stokk­um. Næsti verk­þátt­ur felst í að brjóta úr plötu fyr­ir nýj­um frá­rennslis­lögn­um og í kjöl­far þess lagn­ingu nýrra neyslu­vatns­kerfa.

Út­boð á greftri kring­um skól­ann, lagn­ingu nýrra dren­lagna og nýrra frá­veitu­lagna er nú í gangi og verð­ur haf­ist handa við þá verk­þætti um leið og búið er að ganga frá samn­ing­um við verk­taka.

Tengt efni