Mánudaginn 7. júlí frá kl. 9:00 til kl. 14:00 verður unnið við malbiksyfirlagnir í Aðaltúni frá gatnamótum við Skarhólabraut að innkeyrslu við Melgerði. Hjáleið er um Flugumýri. Á meðan framkvæmdum stendur lokast þó akstur um Aðaltún, Rauðumýri, Grænumýri, Hamratún, Hlíðartún og Lækjartún.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.
Athugið að þessi áætlun er veðurháð og getur því tekið breytingum.