Veðurstofan hefur gefið út spá um snjóflóðahættu og bendir á að mikill snjór sé nú á suðvesturhorni landsins sem hefur skafið undan austanáttum og skapað hættu á snjóflóðum.
Veik snjóalög auka líkur á að fólk á ferð í brattlendi setji af stað snjóflóð og því er göngufólk hvatt til varkárni og að halda sig á öruggum slóðum fjarri snjómiklum hlíðum. Þá má gera ráð fyrir því að hríðarveður mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. febrúar auki frekar á óstöðugleika snjómikilla hlíða.
Þess má geta að myndarlegt flekaflóð féll í Reykjafelli síðasta laugardag eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Myndir frá mbl.is:
Tengt efni
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Nýjar lyftur í Bláfjöllum
Þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjöllunum eins og er er búið að opna í Bláfjöllum.
Gönguskíðabraut á Tungubökkum
Gönguskíðabraut hefur verið troðin á Tungubökkum.