Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins.
Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar.
- Grá tunna, almennt sorp: 19. – 21. desember, 30. – 31. desember og 11. – 12. janúar
- Blá tunna, fyrir pappír: 17. – 18. desember, 28. – 30. desember og 7. – 8. janúar
Þess má geta að jólapappír má fara í bláu tunnuna. Að gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin.
Á vef Sorpu má sjá afgreiðslutíma endurvinnslustöðva yfir jól og áramót sem og finna góðar upplýsingar um hvað má fara í tunnuna og hvað fer til urðunar og í flokkun hjá Sorpu. Einnig má benda á grenndargámastöðvar við Bogatanga, Langatanga, Skeiðholt og Dælustöðvarveg, þar sem staðsettir eru gámar fyrir plast og gler.
Hugum að okkar nærumhverfi og verum vistvæn.
– Umhverfissvið Mosfellsbæjar