Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. janúar 2016

Úr­slit í kjöri íþrótta­konu og íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar voru til­kynnt í verð­launa­hófi sem fram fór í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá í gær að við­stöddu fjöl­menni.

Íris Eva Ein­ars­dótt­ir skot­fi­mi­kona úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur var kjörin Íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2015.
Íris Eva var sig­ur­veg­ari í öll­um inn­an­lands­mót­um í loftriffli kvenna sem hald­in voru á ár­inu ásamt því að ná meist­ara­flokks­ár­angri á á öll­um mót­um. Íris Eva náði ólymp­íulág­mörk­um í grein­inni fékk gull­verð­laun Reykja­vík­ur­leik­un­um 2015, og vann til gull­verð­launa á smá­þjóða­leik­un­um sem haldn­ir voru í Reykja­vík. Hún varð ís­lands- og bikar­meist­ari á ár­inu. Íris Eva er núm­er 241 á styrk­leikalista Al­þjóða skot­sam­bands­ins.

Reyn­ir Örn Pálma­son hestaí­þrótta­mað­ur úr Hesta­manna­fé­lag­inu Herði var kjörin íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2015.
Árið 2015 var besta keppnisár Reyn­is frá upp­hafi. Þar bar hæst heims­meist­ara­titill á gríð­ar­sterku móti í Henn­ing í Dan­mörku og tvenn silf­ur­verð­laun sem var besti ár­ang­ur ein­stakra á öllu mót­inu. Reyn­ir var tvö­fald­ur ís­lands­meist­ari í sam­an­lögð­um fimm­gangs­grein­um og í slaktauma­tölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn 8,88. Reyn­ir er mjög of­ar­lega á heimslist­um FEIF Wor­ld-rank­ing 2015 sem eru heims­sam­tök Ís­lands­hesta.

Alls voru til­nefnd­ar níu kon­ur til kjörs íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar og átta karl­ar til kjörs íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar frá fimm íþrótta­fé­lög­um. Einn­ig voru veitt­ar 105 við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir ís­lands-, bik­ar-, lands­móts- og deild­ar­meist­ara­titla og 96 við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir þátt­töku og æf­ing­ar með lands­lið­um ís­lands ásamt því að heiðra efni­leg ung­menni 16 ára og yngri í hverri íþrótta­grein.

Við sama tæki­færi var Sigrúnu Þ. Geirs­dótt­ir sunda­freks­konu veit sér­stök heið­ur­svið­ur­kenn­ing fyr­ir þann frá­bæra ár­ang­ur að vera fyrst ís­lenskra kvenna synda yfir Erma­sund­ið 62,7 km á 22 og hálfri klukku­st­und. Þess má einn­ig geta að Sigrún Þ. Geirs­dótt­ir er Mos­fell­ing­ur árs­ins eft­ir ár­lega út­nefn­ingu bæj­ar­blaðs­ins Mos­fell­ings.

Mynd frá vinstri: Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, Íris Eva Ein­ars­dótt­ir, skot­fi­mi­kon­an, Reyn­ir Örn Pálma­son, hestaí­þrótta­mað­ur, Haf­steinn Páls­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar og Ólaf­ur Rafn Snorra­son, formað­ur íþrótta og tóm­stunda­nefnd­ar.

Ljós­mynd­ari: Raggi Óla, Mos­fell­ing­ur

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00