Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem tók gildi 03.10.2013.
Lýsingin verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Öllum verður gefið tækifæri til þess að skila inn umsögn eða athugasemd við lýsinguna. Lýsingin kynnir helstu viðfangsefni, forsendur og meginmarkmið væntanlegs aðalskipulags ásamt því að veita upplýsingar um samráðsferil, umsagnaraðila og tímasetningar helstu verkáfanga.
Skipulagslýsingin verður aðgengileg almenningi á vef sveitarfélagsins en einnig á upplýsingatorgi við bókasafnið að Þverholti 2.
Athugasemdum má skila skriflega á bæjarskrifstofur, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, stílað á skipulagsnefnd Mosfellsbæjar eða rafrænt á netfangið skipulag[hja]mos.is. Almennar upplýsingar um bréfritara þurfa að fylgja umsögn.
Frestur til þess að skila inn ábendingum er frá 19. september til og með 23. október 2020.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Umsagnafrestur um frumdrög aðalskipulagsins framlengdur
Mosfellsbær kynnti þann 12. júní frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemda.
Vel heppnaður kynningarfundur á drögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 15. júní var haldinn kynningarfundur á frumdrögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem var opinn öllum í Hlégarði.
Frumdrög nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.