Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. janúar 2021

Sam­komulag á milli Mos­fells­bæj­ar og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í lok síð­asta árs gerðu Mos­fells­bær og fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið með sér sam­komulag um inn­leið­ingu til­rauna­verk­efn­is í Mos­fells­bæ um fram­kvæmd fé­lags­legr­ar ráð­gjaf­ar sem snýr sér­stak­lega að skiln­að­ar­ráð­gjöf og kallast Sam­vinna eft­ir skiln­að (SES – Sam­ar­bejde Eft­ir Skilsmisse) og var þró­að af fag­fólki og fræði­mönn­um við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla.

Verk­efn­ið mið­ar að því að koma í veg fyr­ir og/eða draga úr ágrein­ingi milli for­eldra sem standa í skiln­að­ar­ferli og á þann hátt að vernda börn þeirra í ferl­inu. Í gegn­um verk­efn­ið öðl­ast for­eldr­ar færni í að takast á við óvænt­ar uppá­kom­ur tengt skiln­að­in­um og skilja við­brögð barna sinna við þeim.

Fé­lags­rágjaf­ar fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar fá þjálf­un og kennslu frá sér­fræð­ing­um SES í þeim gagn­reyndu að­ferð­um sem not­að­ar eru í verk­efn­inu og geta þann­ig stutt við þá for­eldra sem taka þátt í SES en rann­sókn­ir hafa sýnt að þeir sem taka þátt í SES skiln­að­ar­ráð­gjöf líð­ur bet­ur bæði and­lega og lík­am­lega.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00