Samningur um uppbyggingu lokahúss vatnsveitukerfis sem staðsett verður í Víðiteig hefur verið undirritaður við fyrirtækið Stéttafélagið ehf. Hlutverk hússins er að miðla vatni frá nýjum vatnstanki og jafna þrýsting sem gæti annars orðið of hár án þrýstijöfnunar. Verkið er mikilvægur áfangi í uppbyggingu vatnsveitukerfis
Mosfellsbæjar og mun uppbygging lokahússins einnig bæta aðgengi slökkviliðs að vatni við sín störf ef um stórbruna er að ræða í t.d. iðnaðarhúsnæði í nálægð við lokahúsið.
Stefnt er á að framkvæmdir hefjist á næstu dögum og að lokahúsið verði tilbúið í lok ágúst 2025.
Viðstödd undirritun:
Elvar Hermannsson – Framkvæmdastjóri Stéttafélagsins ehf
Regína Ásvaldsdóttir – Bæjarstóri Mosfellsbæjar
Erna Rós Bragadóttir – Verkefnastjóri
Óskar Gísli Sveinsson – Deildarstjóri eignasjóðs