Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna uppbyggingar á nýju lokahúsi vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felst í byggingu lokahúss við Víðiteig og tengingu þess við stofnlögn, sem kemur ofan úr Úlfarsfellinu annars vegar og kaldavatnslagnakerfi þriggja hverfa í Mosfellsbæ hins vegar. Byggingu hússins fylgir frágangur bæði innan- og utanhúss. Vinnu við lagnir í jörðu fylgir einnig yfirborðsfrágangur.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur f. byggingu 910 m3
- Gröftur f. lagnir 484 m³
- Fylling og burðarlög f. byggingu 120 m3
- Fylling og burðarlög f. lagnir 951 m³
- Járnbending 4.050kg
- Vatnslagnir 424 m
- Steypa 45 m³
Verkinu skal vera lokið 1. júlí 2025.
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 miðvikudaginn 31. júlí 2024.
Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mos@mos.is eigi síðar en kl. 11:00 mánudaginn 19. ágúst 2024. Enginn formlegur opnunarfundur verður haldinn en upplýsingar um niðurstöðu opnunar verða birtar bjóðendum eftir að tilboð hafa verið opnuð.