Bæjarráð hefur staðfest samning um allt að 50 leikskólapláss fyrir mosfellsk börn í Korpukoti.
Mosfellsbær hefur undanfarin ár boðið upp á leikskólaþjónustu fyrir yngsta aldurshópinn sem er orðinn 12 mánaða eða eldri þegar skólastarf hefst í ágúst ár hvert. Á Korpukoti og Fossakoti eru nú þegar 22 börn með lögheimili í Mosfellsbæ.
Nýr samningur felur í sér útvíkkun á gildandi samningi og markmiðið er að tryggja það þjónustustig sem Mosfellsbær hefur tekið ákvarðanir um gagnvart yngstu íbúum Mosfellsbæjar og fjölskyldum þeirra.
Mikil fjölgun barna hefur átt sér stað í Mosfellsbæ undanfarið ár og börn í Mosfellsbæ fædd árið 2021 urðu fleiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætlanir um uppbyggingu leikskólaplássa gerðu ráð fyrir 60 nýjum plássum fyrir 12 mánaða en nú liggur fyrir að útvega þarf 110 pláss. Þessi samningur brúar það bil eða allt að 50 leikskólapláss.
Mynd frá undirrituninni: Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Gunnhildur Sæmundsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Kristín Björk Viðarsdóttir leikskólastjóri Korpukots og Jón Örn Valsson framkvæmdastjóri LFA.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar
Á fundi bæjarráðs í dag þann 20. júlí var samþykkt ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar fimm nýrra stjórnenda á velferðarsviði, umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði.