Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­ráð hef­ur stað­fest samn­ing um allt að 50 leik­skóla­pláss fyr­ir mos­fellsk börn í Korpu­koti.

Mos­fells­bær hef­ur und­an­far­in ár boð­ið upp á leik­skóla­þjón­ustu fyr­ir yngsta ald­urs­hóp­inn sem er orð­inn 12 mán­aða eða eldri þeg­ar skólastarf hefst í ág­úst ár hvert. Á Korpu­koti og Fossa­koti eru nú þeg­ar 22 börn með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

Nýr samn­ing­ur fel­ur í sér út­víkk­un á gild­andi samn­ingi og mark­mið­ið er að tryggja það þjón­ustu­stig sem Mos­fells­bær hef­ur tek­ið ákvarð­an­ir um gagn­vart yngstu íbú­um Mos­fells­bæj­ar og fjöl­skyld­um þeirra.

Mik­il fjölg­un barna hef­ur átt sér stað í Mos­fells­bæ und­an­far­ið ár og börn í Mos­fells­bæ fædd árið 2021 urðu fleiri en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Áætlan­ir um upp­bygg­ingu leik­skóla­plássa gerðu ráð fyr­ir 60 nýj­um pláss­um fyr­ir 12 mán­aða en nú ligg­ur fyr­ir að út­vega þarf 110 pláss. Þessi samn­ing­ur brú­ar það bil eða allt að 50 leik­skóla­pláss.

Mynd frá und­ir­rit­un­inni: Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir starf­andi fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Krist­ín Björk Við­ars­dótt­ir leik­skóla­stjóri Korpu­kots og Jón Örn Vals­son fram­kvæmda­stjóri LFA.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar veitt­ar á há­tíð­ar­dag­skrá

    Á há­tíð­ar­dag­skrá sem var hald­in í Hlé­garði í gær, í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima fengu fimm starfs­menn Mos­fells­bæj­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.