Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Kjör í stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga fór fram á Lands­þingi sam­bands­ins í dag, fimmtu­dag­inn 20. mars 2025. Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir bæj­ar­full­trúi í Mos­fells­bæ hlaut þar með­al ann­arra kjör til stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Í stjórn eiga sæti ell­efu að­il­ar sem öll hafa feng­ið kosn­ingu í sveit­ar­stjórn síns sveit­ar­fé­lags. Við kjör í stjórn er land­inu skipt upp í fimm kjör­svæði sem taka mið af skipt­ingu lands­ins í kjör­dæmi vegna Al­þing­is­kosn­inga með þeirri und­an­tekn­ingu að Reykja­vík er eitt kjör­svæði.

Anna Sig­ríð­ur tek­ur sæti að­al­manns Suð­vest­ur­kjör­dæm­is en Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Seltjarn­ar­nes­bæ sagði sig úr stjórn þeg­ar hann tók sæti á Al­þingi.

Anna Sig­ríð­ur sem er upp­lýs­inga- og stjórn­sýslu­fræð­ing­ur hef­ur ver­ið odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ síð­an 2014 og tek­ið þátt í starfi þeirra síð­an 2003. Anna Sig­ríð­ur hef­ur set­ið sem bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar frá ár­inu 2014. Frá ár­inu 2022 hef­ur Anna Sig­ríð­ur set­ið í meiri­hluta í bæj­ar­stjórn, sem mynd­uð er af Fram­sókn­ar­flokki, Sam­fylk­ingu og Við­reisn. Anna Sig­ríð­ur á sæti í bæj­ar­ráði og menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd, hún er vara­mað­ur í vel­ferð­ar­nefnd og skipu­lags­nefnd auk þess gegndi hún embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar frá júní 2022 til júní 2023.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00