Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Evr­ópsk sam­göngu­vika, Europe­an Mobility Week, hefst í dag en vik­an stend­ur yfir 16.-22. sept­em­ber ár hvert.

Mos­fells­bær hef­ur ver­ið virk­ur þátt­tak­andi í sam­göngu­vik­unni und­an­farin ár og stað­ið fyr­ir margs kon­ar við­burð­um í til­efni vik­unn­ar, bæði í Mos­fells­bæ og víðs veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­starfi við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in.

Til­gang­ur sam­göngu­vik­unn­ar er að vekja at­hygli á vist­væn­um sam­göng­um og hvetja al­menn­ing til að nýta sér al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reið­ar og aðra vist­væna far­ar­kosti.

Af við­burð­um í sam­göngu­vik­unni í Mos­fells­bæ í ár má nefna BMX-há­tíð á mið­bæj­ar­torg­inu, ókeyp­is hjólastill­ing­ar og smá­við­gerð­ir Dr. Bæk fyr­ir al­menn­ing, kynn­ingu á hjóla­leið­um á vef bæj­ar­ins og Bíl­lausa dag­inn, sem alltaf er hald­in þann 22. sept­em­ber þeg­ar al­menn­ing­ur er hvatt­ur til að nýta sér vist­væna sam­göngu­máta í sín­um ferð­um. Strætó bs. og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu bjóða frítt í strætó á Bíl­lausa dag­inn.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í þessu ár­lega átaki, draga fram hjól­ið og göngu­skóna, og njóta góðr­ar úti­veru og heilsu­sam­legr­ar hreyf­ing­ar.

  • BMX-brós sýna list­ir sín­ar á mið­bæj­ar­torg­inu föstu­dag­inn 17. sept­em­ber kl. 15:00 – 17:00.
  • Dr. Bæk mæt­ir á mið­bæj­ar­torg­inu mánu­dag­inn 20. sept­em­ber kl. 15:00 – 17:00.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00