Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dag­ana 16. – 22. sept­em­ber mun Mos­fells­bær taka þátt í Evr­ópsku Sam­göngu­vik­unni, Europe­an Mobility Week.

Til­gang­ur sam­göngu­vik­unn­ar er að vekja at­hygli á vist­væn­um sam­göng­um og hvetja al­menn­ing til að nýta sér al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reið­ar og aðra vist­væna far­ar­kosti.

Mos­fells­bær hef­ur ver­ið virk­ur þátt­tak­andi í sam­göngu­vik­unni und­an­farin ár og stað­ið fyr­ir margs kon­ar við­burð­um í til­efni vik­unn­ar, bæði í Mos­fells­bæ og víðs veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­starfi við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in.

Mos­fells­bæ vill vekja sér­stak­lega at­hygli á tveim­ur við­burð­um í Mos­fells­bæ í sam­göngu­vik­unni.

Hjól­reið­a­ráð­stefna í Hlé­garði

Mos­fells­bær mun í ár hýsa stóra hjól­reið­a­ráð­stefnu, Hjól­um til fram­tíð­ar þar sem áhersla verð­ur sett á hjól­reið­ar í nátt­úr­unni. Ráð­stefn­an verð­ur hald­in í Hlé­garði föstu­dag­inn 16. sept­em­ber kl. 10-16. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um ráð­stefn­una má finna á vef Land­sam­taka hjól­reiða­manna og þar er hægt að skrá sig til þátt­töku.

Fyr­ir ráð­stefn­una verð­ur boð­ið upp á hjól­reiða­ferð frá Ell­iða­ár­vogi (við hjóla­brýr) til Mos­fells­bæj­ar þar sem m.a. verð­ur hjólað á nýja sam­göngu­stígn­um und­ir Úlfars­felli. Lagt verð­ur af stað kl. 9 frá Ell­iða­án­um og kl. 9:20 frá bíla­stæð­inu við Bauhaus fyr­ir þá sem vilja slást í hóp­inn.

Ný hjóla­hreysti­braut á mið­bæj­ar­torgi

Mos­fells­bær í sam­vinnu við LexGa­mes munu setja upp nýja hjóla­hreysti­braut, Pump track braut, á mið­bæj­ar­torg­inu á með­an á sam­göngu­vik­unni stend­ur. Braut­in hent­ar jafnt BMX hjól­um, reið­hjól­um, hlaupa­hjól­um, hjóla­brett­um og línu­skaut­um. Að sam­göngu­vik­unni lok­inni verð­ur braut­in flutt á sinn va­rana­lega stað við litla gervi­grasvöll­inn við íþróttamið­stöð­ina við Varmá.

Af öðr­um við­burð­um má nefna:

  • BMX lands­lið­ið kem­ur í heim­sókn og sýn­ir list­ir sín­ar á mið­bæj­ar­torg­inu
  • Dr. Bæk mæt­ir í bæ­inn og að­stoð­ar við reið­hjólastill­ing­ar
  • Bíl­lausi dag­ur­inn er 22. sept­em­ber en þá er al­menn­ing­ur hvatt­ur til að skilja bíl­inn eft­ir heima og nýta sér aðra sam­göngu­máta

Mos­fells­bær mun í til­efni vik­unn­ar einn­ig vekja at­hygli á göngu- og hjóla­stíga­kort­um bæj­ar­ins og gera þau að­gengi­leg á vefn­um og á helstu þjón­ustu­stöð­um í bæn­um, auk þess sem skól­arn­ir í Mos­fells­bæ og for­svars­menn skóla­barna eru hvatt­ir til að taka virk­an þátt í sam­göngu­vik­unni með því að skilja bíl­inn eft­ir heima.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00