Við í Mosfellsbæ erum virkir þátttakendur í Samgönguviku og eftirfarandi verður í boði í Mosfellsbæ í vikunni.
Þriðjudagur, 19. september kl. 17-19
BMX-hátíð á Miðbæjartorginu. – BMX BRÓS verða með orkumikla sýningu og í kjölfarið bjóða þeir upp á skemmtilegt hjólanámskeið þar sem þátttakendur leysa krefjandi hjólaþrautir, fá kennslu í grundvallaratriðum og enda svo á tímatöku. Muna að taka hjól og hjálm með.
Miðvikudagur, 20. september kl. 15-17
Dr. Bæk á Miðbæjartorgi. Öll sem eiga hjól eru hvött til að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.
Föstudagur, 22. september
Bíllausi dagurinn 22. september – Frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Öll eru hvött til að hvíla bílinn og nota vistvæna ferðamáta.