Rósa Ingvarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Helgafellsskóla í Mosfellsbæ frá og með 1. ágúst 2018.
Rósa hefur 30 ára reynslu sem kennari úr fjórum grunnskólum og hefur starfað sem umsjónarkennari, fagstjóri og árgangakennari. Hún var forstöðumaður í félagsmiðstöð í Reykjavík í fimm ár og innan hennar verkssviðs þar var áætlunargerð, stjórnun fjármála og mannauðsmál.
Rósa var formaður Kennarafélags Reykjavíkur í sex ár samhliða kennslu og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði skólamála.
Tengt efni
Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2024
Mosfellsbær óskar Helgfellsskóla innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.