Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. ágúst 2024
  • Aukin lífs­gæði, greið­ari um­ferð og minni ferða­tími í öll­um sam­göngu­mát­um
  • Veru­leg­ur sam­fé­lags­leg­ur ábati og auk­ið um­ferðarör­yggi
  • Al­menn­ings­sam­göng­ur stór­efld­ar með aukn­um stuðn­ingi rík­is­ins

Styttri ferða­tími, minni taf­ir, auk­ið um­ferðarör­yggi, áhersla á að draga úr kol­efn­is­spori, stór­bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, fjölg­un hjóla- og göngu­stíga og upp­bygg­ing stofn­vega eru kjarn­inn í upp­færð­um sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem und­ir­rit­að­ur var í dag.

Sátt­mál­inn fel­ur í sér sam­eig­in­lega sýn fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lögð verð­ur höf­uð­áhersla á skil­virka og hag­kvæma upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða. Mark­mið­ið er að sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði í fremstu röð þann­ig að svæð­ið og Ís­land allt sé sam­keppn­is­hæft um bæði fólk og fyr­ir­tæki.

Rík­ið og sex sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes, gerðu í dag sam­komulag um upp­færð­an sátt­mála sem fel­ur í sér upp­bygg­ingu á sam­göngu­inn­við­um og al­menn­ings­sam­göng­um á svæð­inu til árs­ins 2040.

Á sama tíma var und­ir­ritað sam­komulag um sam­vinnu um rekst­ur og stjórn­skipu­lag al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mark­mið­ið er að efla al­menn­ings­sam­göng­ur, m.a. með aukn­um stuðn­ingi rík­is­ins, en sam­eig­in­legt fé­lag verð­ur stofn­að um skipu­lag og rekst­ur.

Raun­hæf áætlun til 2040

Ráð­ist var í upp­færslu sátt­mál­ans á síð­asta ári vegna auk­ins um­fangs og mik­illa al­mennra kostn­að­ar­hækk­ana. Kostn­að­ar­áætlan­ir hafa ver­ið end­ur­skoð­að­ar með feng­inni reynslu og mörg verk­efni komin nær fram­kvæmda­tíma. Gild­is­tími sátt­mál­ans hef­ur ver­ið lengd­ur til árs­ins 2040 til að tryggja raun­hæf­an tím­aramma fyr­ir und­ir­bún­ing og fjár­mögn­un.

Hag­kvæmni og sam­fé­lags­leg­ur ábati

Sjálf­stæð grein­ing á sam­fé­lags­leg­um ábata á verk­efn­um sam­göngusátt­mál­ans (Cowi 2024) bend­ir til veru­legs ávinn­ings vegna styttri og áreið­an­legri ferða­tíma og minni um­ferð­ar­tafa. Heild­ar­fjárfest­ing sam­göngusátt­mál­ans nem­ur 311 millj­örð­um kr. Ábat­inn er met­inn 1.140 millj­arð­ar kr. til 50 ára, innri vext­ir 9,2% og ábati sem hlut­fall af kostn­aði er um 3,5. Það þýð­ir að fyr­ir hverja krónu sem lögð er í verk­efn­ið fær sam­fé­lag­ið þrjár krón­ur til baka.

Auk­ið val­frelsi í sam­göng­um er lyk­il­at­riði í grein­ing­unni, m.a. þar sem fleiri eigi þess kost að nýta al­menn­ings­sam­göng­ur með til­heyr­andi minnk­un um­ferð­ar­tafa og meng­un­ar auk lægri rekstr­ar­kostn­að­ar heim­ila.

Stofn­veg­ir, al­menn­ings­sam­göng­ur, hjóla- og göngu­stíg­ar og snjall­ari um­ferð­ar­stýr­ing

All­ar lyk­ilfram­kvæmd­ir eru þær sömu og áður í sam­göngusátt­mál­an­um en breyt­ing­ar eru gerð­ar á ein­stök­um verk­efn­um.

Heild­ar­fjárfest­ing á fyrsta tíma­bili í upp­færð­um sam­göngusátt­mála, til árs­ins 2029, er að jafn­aði rúm­lega 14 ma. kr. á ári. Það sam­svar­ar þriðj­ungi af ár­leg­um sam­göngu­fjár­fest­ing­um á fjár­lög­um. Á tíma­bil­inu 2030-2040 er heild­ar­fjárfest­ing að jafn­aði 19 ma. kr. á ári. Heild­ar­fjárfest­ing til árs­ins 2040 er áætluð 311 ma. kr.

Verk­efni sam­göngusátt­mál­ans skipt­ast í fjóra meg­in­flokka sem eru: Stofn­veg­ir, Borg­ar­lína og strætó­leið­ir, göngu- og hjóla­stíg­ar og verk­efni tengd um­ferð­ar­stýr­ingu, flæði og ör­yggi. Eft­ir­far­andi er nán­ari lýs­ing á verk­efna­flokk­un­um og hlut­deild í sam­göngusátt­mál­an­um:

  • Stofn­veg­ir – 42%. Ráð­ist verð­ur í sex stór verk­efni við stofn­vegi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til við­bót­ar við þau þrjú sem lok­ið er á veg­um sátt­mál­ans (stofn­vega­verk­efni á Suð­ur­lands­vegi, Vest­ur­lands­vegi og Reykja­nes­braut).
  • Borg­ar­lína og strætó­leið­ir – 42%. Al­menn­ings­sam­göng­ur verða stór­bætt­ar með upp­bygg­ingu Borg­ar­línu í sex lot­um. Þjón­usta við íbúa verð­ur stöð­ugt bætt með sam­þættu leiðaneti stræt­is­vagna og Borg­ar­línu.
  • Hjóla- og göngu­stíg­ar – 13%. Hjóla- og göngu­stíg­um verð­ur fjölgað og þeir bætt­ir veru­lega í upp­færð­um sátt­mála, en lagð­ir verða um 80 km af nýj­um stíg­um til við­bót­ar við 20 km sem þeg­ar hafa ver­ið lagð­ir á veg­um sátt­mál­ans.
  • Um­ferð­ar­stýr­ing, um­ferð­ar­flæði og ör­yggis­að­gerð­ir – 3%. Fjár­fest verð­ur áfram í nýrri tækni og bún­aði til að bæta um­ferð­ar­flæði og -ör­yggi á stofn­veg­um

Mikla­braut í jarð­göng og ný gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­vegs

Stærstu breyt­ing­arn­ar á ein­stök­um verk­efn­um frá fyrri sam­göngusátt­mála eru að Mikla­braut verði lögð í um 2,8 km jarð­göng með tengigöng­um við Kringlu­mýr­ar­braut í stað 1,8 km Miklu­braut­stokks og að Sæ­braut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mis­læg gatna­mót. Þá hafa ný gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­veg­ar ver­ið út­færð með frjálsu flæði bílaum­ferð­ar auk sérrým­is Borg­ar­línu til að tengja Mjódd við al­menn­ings­sam­göngu­kerf­ið. Loks flytjast fram­kvæmd­ir við Suð­ur­landsveg milli Norð­linga­vaðs og Bæj­ar­háls yfir á sam­göngu­áætlun. Stöð­ugt mat er lagt á val­kosti sem leiða til auk­inn­ar hag­kvæmni og um­ferðarör­ygg­is.

Auk­ið fram­lag í fjár­mála­áætlun

Skipt­ing fjár­mögn­un­ar milli rík­is og sveit­ar­fé­lag verð­ur hin sama og áður, þ.e. sveit­ar­fé­lög með 12,5% og rík­ið 87,5%.

Beint fram­lag rík­is­ins í sam­göngusátt­mál­ann verð­ur 2,8 ma.kr. á ári frá 2024 til og með árs­ins 2040. Auk þess er gert ráð fyr­ir ár­legu við­bótar­fram­lagi að fjár­hæð 4 ma. kr. í ný­sam­þykktri fjár­mála­áætlun rík­is­ins frá 2025 til og með 2029. Þá er gert ráð fyr­ir aukn­um ábata af þró­un og sölu Keldna­lands sem rík­ið lagði inn í verk­efn­ið við und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans 2019.

Beint fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna verð­ur 1,4 ma.kr. á ári frá 2024 til og með árs­ins 2040. Auk þess mun ár­legt við­bótar­fram­lag að fjár­hæð 555 milj­ón­ir kr. bæt­ast við bein fram­lög sveit­ar­fé­lag­anna frá og með 2025. Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skipta með sér kostn­aði á hverju ári mið­að við hlut­falls­leg­an íbúa­fjölda 1. des­em­ber árið á und­an.

Frá og með ár­inu 2030 er gert er ráð fyr­ir tekj­um af um­ferð eða ann­arri fjár­mögn­un rík­is­ins. Stjórn­völd vinna að nýrri nálg­un á fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins sem inn­leidd verð­ur í skref­um á næstu árum. Stefnt er að því að laga fjár­mögn­un­ar­kerf­ið að orku­skipt­um og minnk­andi notk­un jarð­efna­eldsneyt­is, þar sem gjald­taka mið­ast við notk­un í stað sér­tækra gjalda á borð við olíu- og bens­ín­gjöld. Fyrstu skref­in hafa þeg­ar ver­ið tekin með upp­töku kíló­metra­gjalds á raf­magns­bíla, sem áður greiddu afar tak­markað fyr­ir notk­un vega­kerf­is­ins.

Sam­eig­in­legt fé­lag um stór­bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur

Rík­ið og sveit­ar­fé­lög­in und­ir­rit­uðu sam­komulag um sam­vinnu um rekst­ur og stjórn­skipu­lag al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér auk­inn fjár­stuðn­ing rík­is­ins og virk­ari að­komu að stjórn­skipu­lagi. Rík­ið mun bera þriðj­ung af rekstr­ar­kostn­aði að frá­dregn­um far­þega­tekj­um á móti sveit­ar­fé­lög­un­um. Þá mun rík­ið veita fram­lög til orku­skipta í al­menn­ings­sam­göng­um.

Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér að sveit­ar­fé­lög­in og rík­ið stofni sam­eig­in­legt fé­lag sem beri ábyrgð á skipu­lagi og rekstri al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Rekst­ur nýja fé­lags­ins mun taka hvort tveggja til hefð­bund­inna stræt­is­vagna­leiða og Borg­ar­línu. Stefnt er að því að fé­lag­ið taki til starfa um næstu ára­mót.

Þjón­usta al­menn­ings­sam­gangna verð­ur efld veru­lega þang­að til nýtt leiðanet kem­ur að fullu til fram­kvæmda með Borg­ar­lín­unni. Með nýju leiðaneti og Borg­ar­línu er stefnt að því að sjö af hverj­um tíu íbú­um verði í göngu­fjar­lægð (400 m frá stoppistöð) frá há­gæða al­menn­ings­sam­göng­um sem ganga á sjö-tíu mín­útna fresti. Bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur eru lyk­ill að því að bæta lífs­gæði íbúa og minnka sam­göngu­kostn­að þeirra, bæta flæði um­ferð­ar og draga úr meng­un.

Um starf við­ræðu­hóps

Við­ræðu­hóp­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga hóf upp­færslu sam­göngusátt­mál­ans í mars 2023. Við­ræðu­hópn­um var m.a. fal­ið að upp­færa sam­göngusátt­mál­ann og fram­kvæmda­áætlun, vinna áhrifamat af verk­efna­safni sátt­mál­ans og gera drög að samn­ingi um efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna til að tryggja rekst­ur þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Við­ræðu­hóp­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga kall­aði til fjölda að­ila sem sóttu fundi hóps­ins auk þess sem haft var um­fangs­mik­ið sam­st­arf við Betri sam­göng­ur og Vega­gerð­ina. Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur Betri sam­gangna, stýrði við­ræðu­hópn­um.


Mynd: For­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, inn­viða­ráð­herra og borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna tóku þátt í und­ir­rit­un­inni á blaða­manna­fundi í dag.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00