Reiðgöngin eru mikil samgöngubót fyrir hestafólk sem þarf ekki að þvera Reykjaveginn lengur. Reiðgöngin tengja saman á öruggan hátt reiðleið frá hesthúsahverfi við Varmá að suðursvæði Mosfellsbæjar.
Reiðgöngin eru undir Reykjaveg á móts við Ísfugl og við enda Víðiteigs. Göngin voru opnuð fyrir stuttu en gengið verður frá næsta umhverfi með þökulögn og sáningu þegar vorar.
Tengt efni
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.
Samantekt framkvæmda árið 2024
Samningur um vallarlýsingu Varmárvallar