Reiðgöngin eru mikil samgöngubót fyrir hestafólk sem þarf ekki að þvera Reykjaveginn lengur. Reiðgöngin tengja saman á öruggan hátt reiðleið frá hesthúsahverfi við Varmá að suðursvæði Mosfellsbæjar.
Reiðgöngin eru undir Reykjaveg á móts við Ísfugl og við enda Víðiteigs. Göngin voru opnuð fyrir stuttu en gengið verður frá næsta umhverfi með þökulögn og sáningu þegar vorar.
Tengt efni
86 rampar í Mosfellsbæ
Í dag eru rampar sem átakið „Römpum upp Ísland“ hefur byggt í Mosfellsbæ orðnir 86 talsins.
Tafir við framkvæmdir á Skarhólabraut
Tafir hafa orðið á frágangi skurðstæðis á Skarhólabraut vegna skemmda á kápu hitaveitulagnar.
Reiðleið lokast tímabundið vegna framkvæmda
Framkvæmdir á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan við Íþróttahúsið að Varmá eru að hefjast.