Reiðgöngin eru mikil samgöngubót fyrir hestafólk sem þarf ekki að þvera Reykjaveginn lengur. Reiðgöngin tengja saman á öruggan hátt reiðleið frá hesthúsahverfi við Varmá að suðursvæði Mosfellsbæjar.
Reiðgöngin eru undir Reykjaveg á móts við Ísfugl og við enda Víðiteigs. Göngin voru opnuð fyrir stuttu en gengið verður frá næsta umhverfi með þökulögn og sáningu þegar vorar.