Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júlí 2022

    Sex­tug­asti ramp­ur­inn kom­inn upp í verk­efn­inu Römp­um upp Ís­land.

    Verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land hófst handa við að rampa upp Mos­fells­bæ í vik­unni. Lögð er áhersla á að leggja rampa við staði þar sem mann­líf er mik­ið. Ramp­ar sem hafa ver­ið sett­ir upp í Mos­fells­bæ eru með­al ann­ars við versl­an­ir og fyr­ir­tæki í Há­holti og þar af er ramp­ur nr. 60 í verk­efn­inu. Mark­mið­ið með verk­efn­inu er að setja upp þús­und rampa á næstu fjór­um árum á land­inu öllu.

    Syst­urn­ar Arn­heið­ur og Ár­dís Heið­ars­dæt­ur tóku að sér að opna form­lega ramp­inn við Mos­fells­bakarí kl. 13:00 föstu­dag­inn 8. júlí. Þær sendu ný­lega er­indi til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar ásamt vin­konu­hópi sín­um og vöktu at­hygli á mik­il­vægi þess að öll geti far­ið á þá staði sem þau vilja.

    Mos­fells­bær fagn­ar fram­tak­inu og komu þessa mik­il­væga og þarfa verk­efn­is í bæ­inn. Að­gengi get­ur ver­ið tak­mark­andi fyr­ir hreyfi­haml­aða og oft er hægt að bæta að­gengi til muna með ein­föld­um hætti.

    Verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land hef­ur þann mik­il­væga til­gang að greiða að­gengi hreyfi­haml­aðra að þjón­ustu, af­þrey­ingu og þátt­töku og stuðl­ar þannig að auknu jafn­rétti allra. Römp­un­um er ætl­að að veita hreyfi­höml­uð­um auk­ið að­gengi að versl­un og þjón­ustu. Stofn­að­ur var sjóð­ur með að­komu fyr­ir­tækja og að­ila sem stend­ur straum af kostn­aði fyr­ir versl­un­ar- og veit­inga­húsa­eig­end­ur. Ramp­ar eru sett­ir upp í góðu sam­starfi eig­enda bygg­inga og skipu­lags­yf­ir­valda í hverju sveit­ar­fé­lagi. Har­ald­ur Þor­leifs­son stjórn­andi hjá Twitter og stofn­andi hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno er hvata­mað­ur verk­efn­is­ins.