Í dag, mánudaginn 12. október, kl. 17:00 verður boðið upp á beint streymi þar sem skipulagfulltrúi Mosfellsbæjar fer yfir efni skipulagslýsingar vegna nýs aðalskipulags.
Kynningarfundurinn er aðgengilegur á Youtube rás Mosfellsbæjar og er hann opinn öllum. Þau sem hafa spurningar geta ritað þær í athugasemdaglugga eða sent þær á skipulag[hjá]mos.is.
Tengt efni
Umsagnafrestur um frumdrög aðalskipulagsins framlengdur
Mosfellsbær kynnti þann 12. júní frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemda.
Vel heppnaður kynningarfundur á drögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 15. júní var haldinn kynningarfundur á frumdrögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem var opinn öllum í Hlégarði.
Frumdrög nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.