Í dag, mánudaginn 12. október, kl. 17:00 verður boðið upp á beint streymi þar sem skipulagfulltrúi Mosfellsbæjar fer yfir efni skipulagslýsingar vegna nýs aðalskipulags.
Kynningarfundurinn er aðgengilegur á Youtube rás Mosfellsbæjar og er hann opinn öllum. Þau sem hafa spurningar geta ritað þær í athugasemdaglugga eða sent þær á skipulag[hjá]mos.is.
Tengt efni
Fundir skipulagsnefndar vegna aðalskipulags
Í vinnslu og undirbúningi er endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Nýtt aðalskipulag
Mosfellsbær auglýsti í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags þann 19. september sl.
Skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.