Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júní 2023

Mánu­dag­inn 5. júní hófst verk­fall fé­lags­fólks í Starfs­manna­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar sem starfa á leik­skól­um og á bæj­ar­skrif­stof­um og gild­ir til 5. júlí nk. Sama dag tók verk­fall gildi í íþrótta­mann­virkj­um og sund­laug­um Mos­fells­bæj­ar auk vinnu­stöðv­un­ar fé­lags­fólks sem starf­ar í Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar sem gild­ir til og með 17. júní næst­kom­andi.

  • Íþrótta­mann­virki og sund­laug­ar: Lokað
  • Leik­skól­arn­ir Leir­vogstunga, Reykja­kot og í Helga­fells­skóla eru lok­að­ir. Að­r­ir leik­skól­ar verða að hluta til opn­ir og leik­skóla­stjór­ar miðla upp­lýs­ing­um um það til for­eldra.
  • Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar: Lokað
  • Þjón­ustu­stöð: Lok­uð

Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar verð­ur lokað en unnt verð­ur að senda póst á net­fang­ið mos@mos.is eða einka­skila­boð á Face­book síðu Mos­fells­bæj­ar.

Á fundi bæj­ar­ráðs fimmtu­dag­inn 1. júní lýsti bæj­ar­ráð yfir „mikl­um áhyggj­um af því að enn hafi ekki tek­ist samn­ing­ar milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna. Bæj­ar­ráð hvet­ur samn­ings­að­ila til að gera sitt ítr­asta til að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst. Verk­fall­ið sem nú stend­ur yfir hef­ur nú þeg­ar haft ómæld áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur í bæn­um og brýnt að samn­ings­að­il­ar finni lausn áður en alls­herj­ar­verk­fall skell­ur á í næstu viku.“

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00