Mánudaginn 5. júní hófst verkfall félagsfólks í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa á leikskólum og á bæjarskrifstofum og gildir til 5. júlí nk. Sama dag tók verkfall gildi í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk vinnustöðvunar félagsfólks sem starfar í Þjónustustöð Mosfellsbæjar sem gildir til og með 17. júní næstkomandi.
- Íþróttamannvirki og sundlaugar: Lokað
- Leikskólarnir Leirvogstunga, Reykjakot og í Helgafellsskóla eru lokaðir. Aðrir leikskólar verða að hluta til opnir og leikskólastjórar miðla upplýsingum um það til foreldra.
- Þjónustuver Mosfellsbæjar: Lokað
- Þjónustustöð: Lokuð
Þjónustuver Mosfellsbæjar verður lokað en unnt verður að senda póst á netfangið mos@mos.is eða einkaskilaboð á Facebook síðu Mosfellsbæjar.
Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 1. júní lýsti bæjarráð yfir „miklum áhyggjum af því að enn hafi ekki tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna. Bæjarráð hvetur samningsaðila til að gera sitt ítrasta til að samningar náist sem allra fyrst. Verkfallið sem nú stendur yfir hefur nú þegar haft ómæld áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og fjölskyldur í bænum og brýnt að samningsaðilar finni lausn áður en allsherjarverkfall skellur á í næstu viku.“