Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. september 2020

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ósk­ar Ein­ars­son er bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2020.

„Þetta er fyrst og fremst frá­bær heið­ur að hljóta þessa við­ur­kenn­ingu og er ég mjög þakk­lát­ur og snort­inn,“ seg­ir tón­list­ar­mað­ur­inn Ósk­ar Ein­ars­son, bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2020. Það er menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sem stend­ur fyr­ir út­nefn­ing­unni líkt og síð­ast­lið­in 25 ár.

Ósk­ar er fædd­ur á Ak­ur­eyri en hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Mos­fells­bæ síð­an árið 2003 og seg­ist hvergi ann­ars stað­ar vilja vera. Hann stund­aði pí­anó- og saxó­fónn­ám við tón­list­ar­skól­ann á Ak­ur­eyri, stund­aði nám við FÍH og lauk blás­ara­kenn­ara­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1995. Hann hef­ur lok­ið masters­gráðu í út­setn­ing­um frá Uni­versity of Miami. Auk pí­anó­leiks og kór­stjórn­ar leik­ur hann á flautu, saxó­fón og klar­in­ett.

Þekkt­ast­ur fyr­ir gospel­tónlist

Gospel­tónlist er sú teg­und tón­list­ar sem Ósk­ar er þekkt­ast­ur fyr­ir. Hann var stofn­andi og stjórn­andi Gospelkórs Reykja­vík­ur og hef­ur ver­ið tón­list­ar­stjóri Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar í Reykja­vík í um 30 ár. Hann starf­ar sem tón­list­ar­stjóri í Linda­kirkju í Kópa­vogi og stýr­ir þar öfl­ug­um kirkju­kór sem held­ur reglu­lega gospel­tón­leika.

Ósk­ar lét ekki sitt eft­ir liggja í COVID-19 bylgj­unni í vor og stóð fyr­ir við­burð­in­um Hitt­umst heima ásamt fé­lög­um sín­um í Gospeltón­um.

Ósk­ar Ein­ars­son er öfl­ug­ur tón­list­ar­mað­ur sem hef­ur kom­ið víða við og er vel að heiðr­in­um kom­inn.

„Ég man fyrst eft­ir að hafa séð mynd af mér í blaði, eins árs göml­um, við pí­anó­ið heima þar sem stóð „Litli pí­anósnill­ing­ur­inn“. Þar byrj­aði þetta. Svo hef ég ver­ið í tón­list­ar­námi frá því ég man eft­ir mér, hlustað á mús­ík og unn­ið við þetta alla ævi.“

Dag­arn­ir hjá Ósk­ari eru mjög fjöl­breytt­ir. „Ég spila í brúð­kaup­um, út­för­um og sé um tónlist í sjón­varpi, leik­hús­un­um og auð­vitað í kirkj­unni.“

Ósk­ar hef­ur fylgst með blóm­legu kór­a­lífi í Mos­fells­bæ og með­al ann­ars út­sett og stjórn­að tón­leik­um með Karla­kórn­um Stefni og ver­ið með tón­leika með Álafoss­kórnum. Þá hefur hann fengið sinn kór, Gospelkór Reykjavíkur, til að halda tónleika hér auk þess sem hann hefur margoft spilað með mosfellskum listamönnum eins og Gretu Salóme og Diddú.

Kynnir sig og verk sín á næstunni

Á því ári sem bæjarlistamaður er tilnefndur kynnir hann sig og verk sín innan Mosfellsbæjar í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd. Auk nafnbótarinnar er listamanninum veittur menningarstyrkur.

„Ég er strax búinn að undirstinga mitt fólk með að gera eitthvað skemmtilegt hér í Mosfellsbæ á næstunni og fæ jafnvel Pál Rósinkrans með mér í einhver verkefni,“ segir Óskar að lokum og hafði aldrei hugsað svo langt að maður eins og hann, á bakvið tjöldin, væri vel að slíkri viðurkenningu kominn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00