Hann innleiddi þessa hefð fyrir nokkrum árum og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tónleikahald í sinni nýju heimabyggð. Douglas mun flytja nokkra ástsæla kafla eftir Bach sem heyrast reglulega og tvo sálmaforleiki sem Bach samdi sem ungur maður. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti að þessi stykki heyrast hér á landi. Honum til aðstoðar verður Einar Clausen tenórsöngvari sem kemur nú fram í fyrsta skipti á Orgeljólunum. Hann mun syngja fræga aríu úr kirkjukantötu eftir Bach svo og nokkur gömul lög sem hæfa stað og stund.
Orgeljól í Lágafellskirkju fara fram fimmtudagskvöldið 16. desember kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Grindvíkingum boðið á jólatónleika í Hlégarði
Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.