Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. maí 2011

Föstu­dag­inn 20. maí var opn­uð sýn­ing mynd­list­ar­mann­anna Lind­ar Völ­und­ar­dótt­ur og Marijolijn van der Mej, NÚNA, í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Þær hafa báð­ar unn­ið að list sinni í Hollandi. Fyr­ir tveim­ur árum hófu þær sam­st­arf og hef­ur það ferli geng­ið vel.

Hug­mynd­in er að sýn­ing­in sé unn­in fyr­ir rým­ið. Mar­jolijn vinn­ur sín verk í vinnu­stof­unni sinni í Den Haag og flyt­ur þau til Ís­lands, en Lind vinn­ur for­vinn­una í vinnu­stofu sinni á Ís­landi og klár­ar verkin í sýn­inga­rým­inu.

Sýn­ing­in stend­ur til 10. júní.

Sýn­ing­in er opin á af­greiðslu­tíma Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.

Um verkin/lista­menn­ina

Verk Lind­ar Völ­und­ar­dótt­ur eru oft­ar en ekki tengd þeirri áráttu henn­ar að safna hlut­um og ljós­mynd­um sem vekja með henni sterk­ar upp­lif­an­ir. Söfn­un­ar­árátt­una not­ar hún sem út­gangspunkt í list sinni.

Í skrán­ingu á tístu­dýra­safn­inu er hún ann­ars veg­ar að leit­ast við að skrá­setja safn­ið og hins veg­ar að forma rann­sókn á feg­urð og leik. Dýrin eru af­urð­ir síns tíma og tíð­ar­anda og segja okk­ur hvern­ig við lít­um á börn og þeirra þarf­ir og gef­ur okk­ur þann­ig mynd af okk­ur sjálf­um sem af­sprengj­um ákveð­ins tíma og hugs­un­ar­hátt­ar. Tístu­dýrin vekja upp áleitn­ar spurn­ing­ar um sköp­un. Börn eru án efa mest skap­andi ver­ur í mann­heim­um. Hver er til­gang­ur­inn með því að búa til leik­föng fyr­ir þau sem nær úti­loka sköp­un­ar­kraft­inn? Kem­ur hug­mynd­in frá barni eða manni í jakka­föt­um á aug­lýs­inga­stofu um 1950? Eft­ir að hafa ráð­fært sig við börn og spjallað og leik­ið með dúkk­urn­ar ákvað Lind að setja fram mynd­ræna nið­ur­stöðu á til­finn­ing­um. Sam­bland af henn­ar eig­in upp­lif­un­um og þeirra.

Verk Mar­jolijn van der Meij ein­kenn­ast af áhuga henn­ar á und­ar­leg­um fyr­ir­bær­um sem liggja falin í þján­ing­ar­kjarna mann­legr­ar til­vist­ar. Hún not­ar gaml­ar ljós­mynd­ir sem upp­hafspunkt og af­hjúp­ar und­ir­liggj­andi strauma sam­fé­lags­gerð­ar og hóph­egð­un­ar. Nýj­ustu verk henn­ar eru sería af teikn­ing­um, sem hún kall­ar se­ances eða skyggni­lýs­ing­ar og eru einskon­ar flótti frá óþægi­legri skynj­un og lág­kúr­legu sjón­ar­horni á dag­lega líf­ið.

Mar­jolijn hóf gerð stórra kola­teikn­inga eft­ir vinnstofudvöl í Reykja­vík árið 2007 þar sem hún tókst á við hið yf­ir­þyrm­andi í nátt­úr­unni.

Fyrri mynd: Verk eft­ir Mar­jolijn van der Meij.
Seinni mynd: Verk eft­ir Lind Völ­und­ar­dótt­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00