Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur frá 17. mars til 04. apríl. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar. Þau sem sækja um fyrir þann tíma geta treyst því að fá vinnu í sumar, en ekki er víst að hægt sé að verða við öllum beiðnum um vinnutímabil.
- Starfsemi Vinnuskólanns hefst 09. júní og starfar til 12. ágúst.
- Daglegur vinnutími og tímabil fer eftir aldri nemenda.
- Umsækjendur fá tölvupóst með upplýsingum um vinnutíma og laun fyrir 6. maí.
Vinnuskólinn heyrir undir Fræðslu og frístundasvið Mosfellsbæjar en dagleg stjórnun hans er í höndum tómstundafulltrúa, Eddu Davíðsdóttur, sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 525-6700.
Tengt efni
Vinnuskóla lokið þetta sumarið
Regnbogagangbraut í Þverholtinu
Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.