Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um einka- og samsýningar fyrir sýningarárið 2019.
Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fimm vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust.
Umsóknir skulu vera vandaðar og innihalda greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri sýningu, ferilskrá listamanns og myndir af verkum. Umsjónarmaður Listasalarins velur úr umsóknum í samstarfi við Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2018.
Listasalur Mosfellsbæjar
Kjarna
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
Tengt efni
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2026
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.