Þann 26. október sl. samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar nýtt heiti fjölskyldunefndar sem mun nú bera heitið velferðarnefnd.
Samhliða breytingu á heiti nefndarinnar samþykkti bæjarráð í morgun, 3. nóvember, að breyta heiti fjölskyldusviðs í velferðarsvið.
Verkefni sviðsins beinast jafnt að einstaklingum sem og fjölskyldufólki og er talið að hugtakið velferð fangi betur þau markmið sem sviðið vinnur eftir, það er að auka lífsgæði, vellíðan og velferð þeirra sem leita eftir þjónustu sviðins. Verkefni sviðsins taka til margra þátta, svo sem tengt húsnæðis- og fjármálum, félagslegum þáttum, málefnum eldri borgara og fatlaðs fólks, barnavernd og margt fleira. Hugtakið velferð getur þannig spannað huglæga, félagslega og efnislega þætti.
Við hlökkum til að veita áframhaldandi þjónustu undir nýju heiti velferðarsviðs.
Tengt efni
Úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis samþykkt
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að hefja úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis. Á svæðinu hafa verið skipulagðar 151 íbúðir sem mynda blandaða byggð í hlíð á móti suðri.
Mosfellsbær tekur á móti allt að 80 flóttamönnum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ.
Staða skólastjóra við Krikaskóla í Mosfellsbæ
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.