Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. nóvember 2022

Þann 26. októ­ber sl. sam­þykkti bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar nýtt heiti fjöl­skyldu­nefnd­ar sem mun nú bera heit­ið vel­ferð­ar­nefnd.

Sam­hliða breyt­ingu á heiti nefnd­ar­inn­ar sam­þykkti bæj­ar­ráð í morg­un, 3. nóv­em­ber, að breyta heiti fjöl­skyldu­sviðs í vel­ferð­ar­svið.

Verk­efni sviðs­ins bein­ast jafnt að ein­stak­ling­um sem og fjöl­skyldu­fólki og er tal­ið að hug­tak­ið vel­ferð fangi bet­ur þau markmið sem svið­ið vinn­ur eft­ir, það er að auka lífs­gæði, vellíð­an og vel­ferð þeirra sem leita eft­ir þjón­ustu svið­ins. Verk­efni sviðs­ins taka til mar­gra þátta, svo sem tengt hús­næð­is- og fjár­mál­um, fé­lags­leg­um þátt­um, mál­efn­um eldri borg­ara og fatl­aðs fólks, barna­vernd og margt fleira. Hug­tak­ið vel­ferð get­ur þann­ig spann­að hug­læga, fé­lags­lega og efn­is­lega þætti.

Við hlökk­um til að veita áfram­hald­andi þjón­ustu und­ir nýju heiti vel­ferð­ar­sviðs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00