Nýtt ungmennaráð kom í fyrsta sinn saman í fundarsal bæjarstjórnar í dag.
Ungmennaráð fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar.
Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu, með það að markmiði að koma tillögum og skoðunum ungmenna til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins, vera sveitarfélaginu ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki, gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og auka tengsl fulltrúa nemenda og bæjaryfirvalda, auk þess að þjálfa ungmenni í sveitarfélaginu í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Tengt efni
Fundur bæjarstjórnar hefst kl. 14 miðvikudaginn 4. desember 2024
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Samráð við ungmennaráð í framhaldi af foreldrafundi í Hlégarði