Nýtt tímabil í Vinnuskólanum hefst næstkomandi þriðjudag 10. júlí.
Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar yfir sumartímann. Vinnuskólinn er starfræktur á tímabilinu 11. júní til 17. ágúst og er skipt upp í tvö tímabil:
- A tímabil: vinna hófst 11. júní
- B tímabil: vinna hefst 10. júlí
Ath. Vinnuskólinn verður lokaður á tímabilinu 1. ágúst til og með 8. ágúst.
Yfir sumarið eru 4-5 daga tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Gaman saman.
Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband í félagsmiðstöðina Ból í síma 566-6058 eða við Eddu Davíðsdóttur í síma 525-6700.
Tengt efni
Vinnuskóla lokið þetta sumarið
Regnbogagangbraut í Þverholtinu
Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.