Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. júní 2024

Ný­sköp­un­ar­styrk­ur Mos­fells­bæj­ar var af­hent­ur í Hlé­garði fimmtu­dag­inn 27. júní.

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd veit­ir ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar ann­að hvert ár. Þau ný­sköp­un­ar­verk­efni koma til greina sem tengjast Mos­fells­bæ sér­stak­lega eða gagn­ast Mos­fells­bæ á einn eða ann­an hátt.

Ný­sköp­un er skil­greind sem inn­leið­ing nýrr­ar eða mjög end­ur­bættr­ar vöru, þjón­ustu eða fer­ils, nýrr­ar að­ferð­ar til mark­aðs­setn­ing­ar eða nýrr­ar skipu­lagsað­ferð­ar í við­skipta­hátt­um, skipu­lagi á vinnustað eða ytri sam­skipt­um.

Alls bár­ust tólf um­sókn­ir um ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024 og lagði at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd til við bæj­ar­stjórn að Hild­ur Mar­grét­ar­dótt­ir, Ívar Zoph­an­í­as Sig­urðs­son, Matt­hew Miller og Snorri Sig­urð­ar­son Hert­ervig hlytu styrk fyr­ir verk­efn­ið Nátt­úr­með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir ung­menni sem eiga við fjöl­þætt­an vanda að stríða.

Verk­efn­ið er heildræn með­ferð­ar­sýn þar sem úti­vera, sagna­hefð­ir, og þær áskor­an­ir sem hóp­ur­inn tekst á við, lík­am­lega og and­lega, leggja grunn­inn að sam­tali ung­menn­is við jafn­ingja og leið­bein­end­ur með sjálfs­upp­bygg­ingu að leið­ar­ljósi. Markmið úr­ræð­is­ins er að rjúfa ein­angr­un og styrkja heil­brigða sjálfs­mynd ung­menna en sú að­ferð að nota úti­vist og nátt­úrumeð­ferð til að tengja ung­menni við innri og ytri áhrifa­þætti er ný af nál­inni.

Að­stand­end­ur verk­efn­is­ins og starfs­stöð eru í Mos­fells­bæ og stefnt er að því að fyrsta nám­skeið­ið verði fyr­ir mos­fellsk ung­menni.


Efri mynd: Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Sæv­ar Birg­is­son formað­ur at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar ásamt styrk­þeg­um.

Neðri mynd: Snorri Sig­urð­ar­son Hert­ervig, Hild­ur Mar­grét­ar­dótt­ir, Matt­hew Miller og Ívar Zoph­an­í­as Sig­urðs­son.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00