Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. nóvember 2021

171 m.kr. af­gang­ur á rekstri árið 2022.

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 ber merki auk­inna efna­hags­legra um­svifa eft­ir það högg sem heims­far­ald­ur kór­óna­veirunn­ar er og þeirr­ar við­spyrnu sem Mos­fells­bær hef­ur náð.

Á næsta ári verð­ur unn­ið að hönn­un og fram­kvæmd nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi, bygg­ingu nýs íþrótta­húss í Helga­fells­skóla og nýrr­ar þjón­ustu­bygg­ing­ar við íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Þá verð­ur að nýju hægt að halda við­burði í end­ur­nýj­uð­um Hlé­garði en hús­ið verð­ur til­bú­ið í byrj­un nýs árs. Árið 2022 verð­ur fyrsta heila starfs­ár Úlfs­ins frí­stunda­klúbbs fyr­ir fötluð börn og ung­menni, en áætlað er að starf­sem­in eigi sér stað allt árið um kring með heils­dagspláss­um þeg­ar um skóla­frí er að ræða. Nú er þessi mik­il­væga þjón­ustu komin heim en áður var þessi þjón­usta veitt utan sveit­ar­fé­lags­ins með til­heyr­andi akstri. Sam­komutak­mark­an­ir síð­ustu mán­aða hafa skap­að að­stæð­ur hjá sveit­ar­fé­lög­um til þess að stuðla að auk­inni notk­un ra­f­rænna leiða í þjón­ustu og Mos­fells­bær mun nýta þau tæki­færi í sam­vinnu við íbúa. Í heild verð­ur fram­kvæmt fyr­ir um þrjá millj­arða til að byggja upp inn­viði og efla sam­fé­lag­ið. Íbú­ar eru nú rúm­lega 13.000 og mun fjölga um allt að 3,5% á næsta ári.

Í upp­hafi far­ald­urs­ins var mörk­uð sú stefna að tryggja óbreytta eða aukna þjón­ustu og byggja upp inn­viði án þess að ganga of langt í lán­töku. Því er áform­að að bæj­ar­sjóð­ur verði rek­inn með 171 m.kr. af­gangi á næsta ári og á sama tíma lækka bæði leik­skóla­gjöld og álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda. Lækk­un leik­skóla­gjalda nem­ur um 5% á ár­inu 2022.

Nú stend­ur yfir vinna við end­ur­skoð­un á skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem við mun­um sjá í byrj­un næsta árs. Þá er unn­ið að því að end­ur­skoða að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar og mun þeirri vinnu ljúka fyr­ir lok yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bils. Loks er unn­ið að inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna með þátt­töku í verk­efn­inu Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Loks er lýð­heilsu- og for­varna­stefna í sam­þykkt­ar­ferli.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri:

„Markmið okk­ar í Mos­fells­bæ við upp­haf heims­far­ald­urs­ins var að ná við­spyrnu og verja þjón­ustu við íbúa. Fjár­hags­áætlun árs­ins 2022 ber þess skýr merki að þeim mark­mið­um er náð sem end­ur­spegl­ar í senn sterka stöðu sveit­ar­fé­lags­ins til að mæta tíma­bundn­um fjár­hags­leg­um áföll­um. Í fjár­hags­áætlun árs­ins 2022 er gert ráð fyr­ir um 171 m.kr. af­gangi af rekstri sveit­ar­fé­lags­ins. Þessi ár­ang­ur næst ekki fyr­ir til­vilj­un held­ur vegna þess að starfs­fólki und­ir for­ystu bæj­ar­stjórn­ar hef­ur tek­ist að laga rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins að breyttu fjár­hags­legu um­hverfi án þess að skerða þjón­ustu og jafn­framt hef­ur ver­ið bætt í þjón­ust­una í nokkr­um til­fell­um. Vegna þessa ár­ang­urs get­um við far­ið í frek­ari upp­bygg­ingu m.a. á sviði fræðslu­mála og íþrótta­mála eins og fjár­hags­áætl­un­in ber með sér þeg­ar kem­ur að hönn­un og bygg­ingu nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi, bygg­ingu íþrótta­húss við Helga­fells­skóla og nýrr­ar þjón­ustu­bygg­ing­ar við íþróttamið­stöð­ina að Varmá.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00