Hjólateljari hefur verið settur upp á samgöngustígnum við Úlfarsfell við Hamrahlíð.
Tilgangurinn er að fá betri upplýsingar um umferð um stíginn, bæði gangandi og hjólandi vegfarenda.
Upplýsingar um umferð um stíginn er hægt að finna á kortavef Mosfellsbæjar undir Umferð. Þar er hægt er að skoða umferð hjólandi og gangandi vegfarenda um stíginn daglega, vikulega og 3 mánuði aftur í tímann.
Tengt efni
Tilkynning vegna hjáleiðar Strætó á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl fer skrúðganga frá Þverholti um Skeiðholt og Skólabraut.
Opnun á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ
Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega fimmtudaginn 8. desember eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn.
Tilkynning frá Vegagerðinni: Hámarkshraði á Hafravatnsvegi lækkaður í 60 km/klst
Tekin hefur verið ákvörðun um að lækka hámarkshraða á Hafravatnsvegi (vegur 431-01) í 60 km/klst.