Laugardaginn 17. september fór fram Hjólaævintýri höfuðborgarsvæðisins þar sem sveitarfélögin tengdust saman í þremur hjólalestum frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.
Í Mosfellsbæ var safnast saman á miðbæjartorginu og hjólað saman í Elliðaárdal en allar hjólalestirnar úr nágrannasveitarfélögunum sameinuðust við Vatnsveitubrúnna (sunnan við Árbæjarlaug). Þar var boðið upp á ís frá Skúbb og kleinur og Svala.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Betri samganga opnuðu nýjan hjólastíg formlega með því að klippa á borða. Stígurinn er hluti af leið sem liggur frá Höfðabakka að Breiðholtsbraut í Ellidaárdal og heyrir undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og ríkisins.
- Fréttir ›Hjólaævintýri höfuðborgarsvæðisins 17. september 2022
- ssh.isSáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Undirritaður 26.09.2019
- stjornarradid.isSáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
- vegagerdin.isSamgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins undirritaður
Evrópska samgönguvikan er haldin árlega dagana 16.-22. september. Að þessu sinni undir yfirskriftinni Breyttar ferðavenjur. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur.