Laugardaginn 17. september fór fram Hjólaævintýri höfuðborgarsvæðisins þar sem sveitarfélögin tengdust saman í þremur hjólalestum frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.
Í Mosfellsbæ var safnast saman á miðbæjartorginu og hjólað saman í Elliðaárdal en allar hjólalestirnar úr nágrannasveitarfélögunum sameinuðust við Vatnsveitubrúnna (sunnan við Árbæjarlaug). Þar var boðið upp á ís frá Skúbb og kleinur og Svala.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Betri samganga opnuðu nýjan hjólastíg formlega með því að klippa á borða. Stígurinn er hluti af leið sem liggur frá Höfðabakka að Breiðholtsbraut í Ellidaárdal og heyrir undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og ríkisins.
- Fréttir ›Hjólaævintýri höfuðborgarsvæðisins 17. september 2022
- ssh.isSáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Undirritaður 26.09.2019
- stjornarradid.isSáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
- vegagerdin.isSamgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins undirritaður
Evrópska samgönguvikan er haldin árlega dagana 16.-22. september. Að þessu sinni undir yfirskriftinni Breyttar ferðavenjur. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur.
Tengt efni
Bíllausi dagurinn 22. september 2022
Í dag er bíllausi dagurinn en á þeim degi eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér frekar vistvæna samgöngumáta sé þess kostur.
Hjólið þitt með Dr. BÆK kl. 15:00 - 17:00
Miðbæjartorg Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. september kl. 15:00 til 17:00.
BMX-dagur á Miðbæjartorginu kl. 17:30 - 19:30
BMX-brós sýna listir sínar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, þriðjudaginn 20. september, kl. 17:30 – 19:30.